Flag

Þyngd umreiknuð

Pund Kg
Líkamshæð umreiknuð

Tommur Cm


Einstaklingar með metna beinbrotaáhættu eftir 1. júní 2011

Reiknivél

Vinsamlegast svarið spurningunum hér að neðan til að reikna út tíu ára líkur á beinbroti með beinþéttni (BMD).

Land: Bretland
Nafn:
Spurningalisti:
1.
Aldur (milli 40 og 90 ára) eða fæðingardagur
Aldur:
Fæðingardagur:
Á:
M:
D:
2.
Kyn
3.
Þyngd (kg)
4.
Líkamshæð (cm)
5.
Fyrri beinbrot
6.
Foreldri mjaðmarbrotnað
7.
Reykir núna
8.
Barksterar
9.
Liðagigt
10.
Afleidd beinþynning
11.
Áfengi, þrjár eða fleiri einingar/dag
12.
Beinþéttni (BMD) í lærleggshálsi (g/cm2)

Prenta tól og upplýsingar

Engin skráð gögn eru geymd

Áhættuþættir

Svarið já eða nei þegar spurt er um klíníska áhættuþætti. Ef reiturinn er skilinn eftir auður er gert ráð fyrir að svarið sé \"nei\". Sjá einnig minnispunkta varðandi áhættuþætti.

Áhættuþættirnir sem eru notaðir eru eftirfarandi:


Aldur Áhættureiknirinn samþykkir aldur á milli 40 og 90 ára. Ef færð eru inn hærri eða lægri gildi mun áhættureiknirinn ákvarða líkurnar við 40 eða 90 ára, eftir því hvor tala passar betur.
Kyn Karl eða kona. Matið inn viðeigandi.
Þyngd Gefið upp í kílógrömmum.
Hæð Skráið í sentimetrum.
Fyrri beinbrot Fyrra beinbrot þýðir nánar tiltekið fyrra beinbrot á fullorðinsaldri sem gerðist án áverka, eða beinbrot sem gerðist eftir áverka sem myndi ekki valda beinbroti í heilbrigðum einstaklingi. Svarið já eða nei (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti).
Foreldri mjaðmarbrotnað Hér er verið að athuga hvort faðir eða móðir viðkomandi hafi beinbrotnað. Svaið já eða nei.
Núverandi reykingar Svarið já eða nei eftir því hvort viðkomandi reyki tóbak núna (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti).
Sykursterar Svarið já ef viðkomandi er útsettur fyrir barksteratöflur eða hefur þurft að taka þær í meira en þrjá mánuði í skömmtum hærri en 5 mg. af prednisoloni daglega (eða í sambærilegum skömmtum af öðrum barksteratöflum) (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti).
Liðagigt Svarið já ef viðkomandi er með staðfesta greiningu um liðagigt. Matið annars inn nei (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti).
Afleidd beinþynning Svarið já ef viðkomandi er með sjúkdóm sem er með sterkt samband við beinþynningu. Hér er átt við sykursýki af gerð I (insulin háð), osteogenesis imperfecta í fullorðnum, ómeðhöndluð langvinn ofstarfsemi skjaldkirtils, vanstarfsemi kynkirtla eða snemmbær tíðahvörf (fyrir 45 ára), langvinn vannæring eða frásogstuflanir ásamt langvinnum lifrarsjúkdómum.
Áfengi 3 eða fleiri einingar á dag Svarið já ef viðkomandi neytir fleiri en þriggja eininga af áfengi daglega. Ein eining af áfengi er breytileg milli landa og er á bilinu 8-10 grömm af áfengi. Þetta er jafngildi staðlaðs bjórglass (285 ml), eins mæliglass af sterku áfengi (30 ml), miðlungs stórs vínglass (120 ml), eins skammts af lystaukandi víni (60 ml) (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti).
Beinþéttni (BMD) Beinþéttni (BMD). Veljið gerð DXA skönnunartækis og færið inn niðurstöður fyrir beinþéttni í lærleggshálsi BMD (í g/cm2). Einnig má nota T -viðmiðunargildi fyrir konur úr NHANES III. Í einstaklingum án beinþéttnismælinga á að skilja reitinn eftir auðan (sjá einnig upplýsingar um áhættuþætti ) (látið í té af Oregon Osteoporosis Center).

Athugasemd um áhættuþætti

Fyrri beinbrot

Sérstakar aðstæður gilda um fyrri sögu hryggbrota. Samfall greint á röntgenmynd eingöngu (útlitsgreint hryggbrot) telst sem fyrra beinbrot. Fyrra klínískt hryggbrot sem hefur haft afleiðingar í för með sér fyrir sjúkling er sérstaklega sterkur áhættuþáttur. Líkur á seinna beinbroti geta því verið vanmetnar. Líkurnar eru einnig vanmetnar ef einstaklingur hefur sögu um mörg beinbrot.

Reykingar, áfengi, barksterar

Þessir áhættuþættir virðast hafa skammtasvörunaráhrif, því meiri notkun því meiri áhætta. Ekki er tekið tillit til þessa og útreikningarnir gera ráð fyrir miðlungs notkun. Notið klíníska dómgreind til að meta mikla eða litla notkun.

Liðagigt (RA)

Liðagigt er áhættuþáttur fyrir beinbrot. Slitgigt er, ef eitthvað er, verndandi. Vegna þessa er ekki hægt að treysta framburði sjúklings um liðagigt nema klínískar upplýsingar séu til staðar eða rannsóknarniðurstöður sem styðja greininguna.

Beinþéttni (BMD)

Viðmiðunartækni og mælistaður er DXA Í lærleggshálsi. T-gildin eru byggð á NHANES viðmiðunargildum fyrir konur á aldrinum 20-29 ára. Sömu gildi eru notuð fyrir karla. Þótt líkanið sé hannað fyrir beinþéttni (BMD) í lærleggshálsi þá er talið að BMD gildi fyrir alla mjöðmina hafi sambærilegt forspárgildi fyrir beinbrot og í konum.