Algengar Spurningar

Spurning: Á læknastofu eða göngudeild kýs ég frekar að nota eins árs líkur. Hvers vegna á að nota tíu ára líkur á beinbroti?

Svar: Hjá ungum hraustum einstaklingum (með lága dánartíðni) eru eins árs líkur um 10% af 10 ára líkunum. Þannig er einstaklingur með 10 ára beinbrotaáhættu uppá 40% með 4% eins árs áhættu. Hærri prósentu tölur eru auðskyldari fyrir bæði sjúklinga og lækna.

Spurning: Vega áhættuþættirnir jafn þungt hjá körlum og konum, óháð búsetu?

Svar: Áhættuþættirnir hafa svipuð áhrif á karla og konur í mismunandi löndum ef miðað er við hlutfallslega áhættu. Heildar áhættan breytist hinsvegar við hvern ákveðinn aldur þar sem bæði heildarbeinbrotaáhættan og heildaráhættan á dauða er breytileg. Að auki hafa áhættuþættirnir mismunandi vægi eftir aldri (t.d. ættarsaga) og tilvist eða fjarveru annarra áhættuþátta. Til dæmis er lágur þyngdarstuðull (BMI) veikari áhættuþáttur ef tekið er tillit til beinþéttni (BMD).

Spurning: Klínískir áhættuþættir krefjast jákvæðs eða neikvæðs svars. Saga um tvö klínísk beinbrot auka áhættuna umfram eitt beinbrot. Af hverju er ekki gert ráð fyrir þessum upplýsingum?

Svar: Skammtasvörun er þekkt fyrir marga klíníska áhættuþætti. Fyrir utan fjölda fyrri beinbrota gildir slíkt um reykingar, inntöku barkstera og neyslu áfengis. Áhættureiknirinn er hinsvegar byggður upp á upplýsingum sem eru sameiginlegar í öllum þýðunum og liggja til grundvallar en eru ekki handbærar í smáatriðum. Það þarf því að nota klíníska dómgreind þegar verið er að túlka líkur á beinbroti. Fleiri beinbrot en að meðaltali auka því áhættuna umfram það sem sést á skjánum.

Spurning: Klínískir áhættuþættir krefjast jákvæðs eða neikvæðs svars. Saga um háa inntöku barkstera hafa í för með sér meiri áhættu en meðal notkun. Af hverju er ekki gert ráð fyrir þessu?

Svar: Það er ekki gert og eru ástæðurnar gefnar upp í ofangreindri spurningu. Barksterataka í stærri skömmtum heldur en notaðir eru að meðaltali auka því áhættuna umfram það sem sést á skjánum. Gagnstætt, lægri skammtar heldur en notaðir eru að meðaltali minnka áhættuna. Nánari upplýsingar varðandi skammtastærðir barkstera er hægt að nálgast í grein eftir Kanis et at, 2010 í heimildarlistanum.

Spurning: Saga um hryggbrot eykur áhættu meira en saga um framhandleggsbrot. Hvernig er gert ráð fyrir þessu í reiknilíkaninu?

Svar: Það er ekki gert vegna ástæðna sem komu fram í ofangreindu svari. Þó skal bent á að hryggbrot án einkenna og greint með mælingum á ytra formi liðbols gefur næstum sömu áhættu og önnur fyrri beinbrot. Klínískt hryggbrot eykur hinsvegar áhættuna mun meira (sjá tillvitnanalista, Johnell et al 2006).

Spurning: Vísar um umsetningu beins hafa sýnt fylgni við beinbrotaáhættu óháð beinþéttni (BMD). Er hægt að notast við þá í reiknilíkaninu?

Svar: Það er rétt að há gildi fyrir umsetningarvísa beins eru tengd aukinni beinbrotaáhættu óháð beinþéttni. Hinsvegar er ekki neinn samhljómur um viðmiðunargildi og ekki næg alþjóðleg reynsla til að geta sett þá inn í líkanið. Klínísk reynsla verður að skera úr um hvernig niðurstöður slíkra prófa eru túlkaðar.

Spurning: Hvernig er gert ráð fyrir þjóðernisminnihlutahópum?

Svar: Það er ekki gert, með undantekningu fyrir Bandaríki Norður- Ameríku og Singapor þar sem nægilegar faraldsfræðilegar upplýsingar eru til staðar til þess að unnt sé að gera viðeigandi leiðréttingar.

Spurning: Landið mitt er ekki með. Hvernig ber ég mig að?

Svar: Notaðu það land sem líkist landi þínu mest út frá faraldsfræði beinþynningar. Áhættan er mjög há í Danmörku og Svíþjóð. Lítil áhætta er í Líbanon og Kína.

Ný líkön eru væntanleg í seinni uppfærslum.

Spurning: Hví get ég ekki notað áhættureikninn til að spá fyrir um beinbrotaáhættu í 30 ára gömlum einstaklingi?

Svar: Áhættureiknirinn byggist upp á raunverulegum tölum frá slembiútvöldum þýðum utan úr heimi sem hafa takmarkaða aldursdreyfingu. Ef þú slærð inn aldur undir 40 ára þá mun áhættureiknirinn gefa upp líkur á beinbroti við 40 ára aldur. Þú verður að nota klíníska dómgreind til að túlka áhættuna.

Spurning: Fyrir klíníska áhættuþætti er ekki gert ráð fyrir að það vanti gildi (þ.e. “óþekkt” er ekki valkostur) í áhættureikninum. Hvað á ég að gera?

Svar: Ekki er gert ráð fyrir óþekktum eða týndum gildum í áhættureikninum. Þegar reiknuð er 10 ára áhætta er gert ráð fyrir að hægt sé að svara öllum spurningum (nema beinþéttni). Ef þú hefur ekki upplýsingar t.d um ættarsögu átt þú að svara nei.

Spurning: Hví ekki að gefa upp líkur á öllum beinþynningarbrotum? Slíkt myndi gefa hærri gildi.

Svar: Innlimun allra beinþynningarbrota er vandkvæðum háð þar sem upplýsingar um faraldsfræði þeirra eru takmarkaðar. Samkvæmt sænskum tölum myndi innlimun annara meiriháttar beinþynningarbrota (t.d. mjaðmargrindar, lærleggsbrota og fótleggsbrota) hækka tölurnar um u.þ.b. 10% (t.d. fyrir sjúkling með reiknuðum líkum upp á 5% fyrir meiriháttar beinþynningarbrot gæti gildið hækkað upp í 5.5%). Innlimun rifbrota myndi hafa mun meiri áhrif. Þau er hinsvegar erfitt að greina.

Spurning: Af hverju ekki að nota byltur sem eru vel þekktar sem klínískur áhættuþáttur fyrir beinbrot?

Svar: Tvær ástæður. Í fyrsta lagi eru byltur skráðar á mjög mismunandi hátt hjá þeim þýðum sem notuð voru til að útbúa líkanið og því er ekki hægt að útbúa stöðluð gildi. Í öðru lagi, þótt það væri hægt, þá er ekki enn búið að finna lyfjameðferð sem dregur úr hættu á beinbrotum sem byggist á byltusögu. Það er mikilvægt að áhættulíkön finni áhættu sem hægt er að minnka með meðferð. Athugið, FRAX áhættureiknirinn er byggður upp á einstaklingum sem hafa mismunandi fall áhættu og er gert ráð fyrir því í sjálfum áhættureikninum, þótt það sé ekki sett inn sérstaklega.

Spurning: Hversvegna hafið þið hunsað beinbrot sem eru greind með röntgen en einblínið í staðin á klínísk hryggbrot?

Svar: Fyrri hryggbrot sem greind eru með mælingum á ytra formi liðbols hafa sömu marktækni og önnur fyrri beinþynningarbrot og hægt er að mata þær upplýsingar inn í FRAX® líkanið. Útkoman inniheldur ekki líkurnar á beinbroti sem byggja á ytra formi liðbolsins. Þetta er varfærnisleg afstaða þar sem klínísk marktækni er umdeild (nema fyrir forspárgildi áhættu). Þetta hefur engu að síður ekki nein áhrif á hverjir koma til greina til meðferðar

Spurning: Hvernig get ég ákveðið hvern á að meðhöndla?

Svar: FRAX áhættureiknirinn gefur ekki upplýsingar um hverja á að setja á meðferð, það er háð klínískri dómgreind. Mörg lönd hafa yfir að ráða leiðbeiningum sem byggjast á áliti sérfræðinga og/eða heilsuhagfræðilegu sjónarmiði.

Spurning: Hvaða T-gildi á ég að setja inn í FRAX® líkanið?

Svar: Þú átt að setja inn T-gildi fyrir lærleggsháls sem er afleidd frá viðmiðunarstaðli (( NHANES III gagnagrunnur fyrir hvítar konur milli 20-29 ára sem er viðurkennt sem T -gildi (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin)). T-gildi frá staðbundnum gagnagrunnum eða vikmörk sem eru fengin út frá ákveðnum kynþáttum gefa villandi upplýsingar. Athugið að sömu vikmörk eru gefin upp fyrir karla (þ.e.a.s. NHANES III gagnagrunnur fyrir hvítar konur 20-29 ára). Ef þú ert óviss um T-gildið settu þá inn tölur framleiðanda DXA tækisins og BMD niðurstöður. T-gildið (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) verður reiknað út fyrir þig.

Spurning: Er í lagi að nota heildarmjaðmarbeinþéttni (BMD), eða mjóhrygg frekar en lærleggshálsbeinþéttni?

Svar: Nei. Líkanið er sett saman úr raunverulegum tölum frá slembiútvöldum þýðum þar sem beinþéttni (BMD) í lærleggshálsi er handbær. T-gildi og Z-gildi er mismunandi eftir því hvaða tækni hefur verið notuð og hvað var mælt.

Spurning: Varðandi einstaklinga sem hafa T-gildi á mjóhrygg sem er mun lægri en T-gildi beinþéttni á lærleggshálsi, mun áhættureiknir FRAX vanmeta beinbrotalíkur þessara einstaklinga?

Svar: Já, en athugið að FRAX mun ofmeta beinbrotalíkur hjá einstaklingum þar sem T-gildi fyrir mjóhrygginn er mun hærri en T-gildi beinþéttni fyrir mjöðmina. Upplýsingar til að aðlaga mismunandi T-gildi er hægt að finna í heimildalista FRAX á þessari heimasíðu, Leslie et al, 2010.

Spurning: Beinbrotatíðni og lífslíkur eru breytilegar. Hvernig hefur það áhrif á FRAX áhættureikninn?

Svar: Marktækar breytingar munu hafa áhrif á nákvæmni líkansins þannig að FRAX áhættureiknirinn þarfnast aðlögunar öðru hvoru.