Töflur sem hægt er að sækja af vefnum

Hægt er að sækja af vefnum töflur FRAX® áhættureiknisins, prenta út og ljósrita í litlu upplagi eingöngu í læknisfræðilegum/ klínískum aðstæðum eða til menntunar, þegar ekki liggja hagnaðarsjónarmið að baki.
Notkun á FRAX® töflum í viðskiptalegum tilgangi án leyfis frá the Centre for Metabolic Bone Diseases við Háskólann í Sheffield er stranglega bönnuð og telst brot á höfundarétti. Vinsamlegast sendið tölvupóst um beiðni til að nota töflurnar, lýsingu á því hvernig þær verða notaðar auk upplýsinga um tengilið til Laurence Triouleyre (LTriouleyre@iofbonehealth.org).

FRAX® töflurnar gefa upp líkur á brotum miðað við fjölda áhættuþátta sem skráðir eru á viðkomnandi einstakling. Töflur eru tiltækar fyrir:

  • Karla og konur 50 ára eða eldri
  • Líkur á mjaðmarbrotum innan 10 ára eða á helstu beinþynningarbrotum (klínísk samfallsbrot í hrygg, mjöðm, framhandlegg eða upphandleggsbrot)

Þú getur valið töflu sem gefur upp líkindi á broti miðað við líkamsþyngdarstuðul BMI eða miðað við T-gildi beinþéttni (BMD) á lærleggshálsi. Athugið að þegar bæði BMI og BMD eru tiltæk þá greinir BMD betur áhættueinkennin. Ekki á að nota beinþéttni (BMD) töflur vegna beinþynngar sem er afleiðing annarra sjúkdóma nema um liðagigt sé að ræða (rheumatoid arthritis). Hægt er að nota líkamsþyngdarstuðul (BMI) töflu þegar metin er beinþynning sem afleiðing af öðrum sjúkdómum.

Dæmið hér fyrir neðan gefur upp líkur á helstu beinþynningarbrotum innan 10 ára fyrir 65 ára gamlar breskar konur miðað við fjölda klínískra áhættuþátta (CRFs) og T-gildi úr beinþéttnimælingu BMD.

Tafla. Líkur á beinþynningarbroti innan 10 ára (%) miðað við BMD T-gildi á lærleggshálsi hjá 65 ára gömlum breskum konum.

Fjöldi klínískra BMD T-gildi (lærleggsháls)
-4.0 -3.0 -2.0 -1.0 0 1.0
0 27 15 9.7 7.1 5.9 5.0
1 37 (33-41) 22 (18-26) 14 (10-18) 10 (7.1-14) 8.5 (5.7-12) 7.3 (4.8-10)
2 49 (42-58) 30 (23-40) 20 (13-29) 15 (8.6-23) 12 (6.8-19) 10 (5.6-17)
3 62 (53-72) 41 (30-55) 27 (17-42) 20 (11-34) 17 (8.7-29) 15 (7.2-26)
4 73 (63-81) 52 (42-65) 36 (26-51) 27 (18-41) 23 (14-36) 20 (11-32)
5 83 (79-87) 64 (58-72) 47 (40-57) 36 (28-47) 31 (22-41) 27 (19-36)
6 89 75 58 46 40 35

Samkvæmt þessu eru því 9.7% líkur á beinbroti hjá 65 ára gamalli konu með T-gildi -2 SD og enga klíníska áhættuþætti. Ef áhættuþættir eru tveir hækka líkurnar upp í 20%. Athugið að gefin er upp ákveðin spönn (13-29% í þessu dæmi). Þetta eru ekki vikmörk. Þessi spönn er vegna þess að vægi áhættuþátta er mismikið. Reykingar og óhófleg áfengisneysla er sem dæmi tiltölulega veikir áhættuþættir á meðan fyrri brot eða fjölskyldusaga um mjaðmarbrot eru sterkari þættir. Líkurnar á beinbroti hjá sjúklingum með veika áhættuþætti eru því nær neðri enda spannarinnar (þ.e. 13%).

Þegar gildi úr beinþéttnimælingu BMD eru ekki aðgengileg er hægt að nota líkamsræktarstuðul BMI. Hér fyrir neðan er dæmi, þar sem aftur er um að ræða líkur á helstu beinþynningarbrotum fyrir 65 ára gamlar breskar konur miðað við fjölda klínískra áhættuþátta.

Tafla. Líkur á beinþynningarbroti (%) innan 10 ára miðað við líkamsþyngdarstuðul (BMI)

Fjöldi klínískra BMI (kg/m2)
15 20 25 30 35 40 45
0 11 9.3 8.6 7.4 6.5 5.6 4.9
1 16 (12-21) 14 (10-18) 13 (9.2-16) 11 (7.9-14) 9.8 (6.9-12) 8.5 (5.9-11) 7.4 (5.1-9.5)
2 24 (16-34) 21 (13-31) 19 (11-29) 17 (9.8-26) 14 (8.4-23) 13 (7.3-20) 11 (6.3-18)
3 35 (24-49) 30 (19-45) 27 (16-43) 24 (14-38) 21 (12-34) 18 (10-30) 16 (8.7-27)
4 48 (35-62) 42 (30-57) 38 (26-54) 34 (22-49) 30 (19-44) 26 (16-39) 23 (14-35)
5 62 (51-71) 56 (45-66) 51 (41-62) 46 (36-56) 41 (32-51) 36 (28-46) 32 (24-41)
6 75 70 65 59 54 48 43


Töflur til niðurhals

Argentína Armenía Austuríki Ástralía Bangladesh Belgía Brasilía Brunei Brunei Chinese Bulgaria Kanada Chile Kína Kolumbía Costa Rica Króatía Czech Republic Danmörk Ekvador Egypt Eistland Finnland Frakkland Þýskaland Grikkland Hong Kong Ungverjaland Ísland Indland Indónesía Írland Ísrael Ítalía Japan Jordan Kazakhstan Kuwait Kyrgyzstan Líbanon Litháen Malaysia - Chinese Malaysia - Bumiputera Malaysia - Indian Malta Mexíkó Mongolia Marokkó Myanmar Holland Nýja Sjáland Noregur Pakistan Palestína Peru Filippseyjar Pólland Portúgal Rúmenía Rússland Singapore (Kínverji) Singapore (Malaji) Singapore (Indverji) Slóvakía South Africa (African) South Africa (Coloured) South Africa (Indian) South Africa (White) Suður Kórea Spánn Sri Lanka Svíþjóð Sviss Tævan Taíland Túnis Tyrkland Bretland Bandaríkin (af hvítum kynþætti) Bandaríkin (Blökkumaður) Bandaríkin (spænsk- eða rómanskættaður) Bandaríkin (Asíubúi) Uzbekistan Venesúela Zimbabwe