Reiknivél
Vinsamlegast svarið spurningunum hér að neðan til að reikna út tíu ára líkur á beinbroti með beinþéttni (BMD).
Prenta tól og upplýsingar
Engin skráð gögn eru geymd
For USA use only
Consider FDA-approved medical therapies in postmenopausal women and men aged 50 years and older, based on the following:
- A hip or vertebral (clinical or morphometric) fracture
- T-score ≤ -2.5 at the femoral neck or spine after appropriate evaluation to exclude secondary causes
- Low bone mass (T-score between -1.0 and -2.5 at the femoral neck or spine) and a 10-year probability of a hip fracture ≥ 3% or a 10-year probability of a major osteoporosis-related fracture ≥ 20% based on the US-adapted WHO algorithm
- Clinicians judgment and/or patient preferences may indicate treatment for people with 10-year fracture probabilities above or below these levels
Áhættuþættir
Svarið já eða nei þegar spurt er um klíníska áhættuþætti. Ef reiturinn er skilinn eftir auður er gert ráð fyrir að svarið sé \"nei\". Sjá einnig minnispunkta varðandi áhættuþætti.
Áhættuþættirnir sem eru notaðir eru eftirfarandi:
Athugasemd um áhættuþætti
Fyrri beinbrot
Sérstakar aðstæður gilda um fyrri sögu hryggbrota. Samfall greint á röntgenmynd eingöngu (útlitsgreint hryggbrot) telst sem fyrra beinbrot. Fyrra klínískt hryggbrot sem hefur haft afleiðingar í för með sér fyrir sjúkling er sérstaklega sterkur áhættuþáttur. Líkur á seinna beinbroti geta því verið vanmetnar. Líkurnar eru einnig vanmetnar ef einstaklingur hefur sögu um mörg beinbrot.
Reykingar, áfengi, barksterar
Þessir áhættuþættir virðast hafa skammtasvörunaráhrif, því meiri notkun því meiri áhætta. Ekki er tekið tillit til þessa og útreikningarnir gera ráð fyrir miðlungs notkun. Notið klíníska dómgreind til að meta mikla eða litla notkun.
Liðagigt (RA)
Liðagigt er áhættuþáttur fyrir beinbrot. Slitgigt er, ef eitthvað er, verndandi. Vegna þessa er ekki hægt að treysta framburði sjúklings um liðagigt nema klínískar upplýsingar séu til staðar eða rannsóknarniðurstöður sem styðja greininguna.
Beinþéttni (BMD)
Viðmiðunartækni og mælistaður er DXA Í lærleggshálsi. T-gildin eru byggð á NHANES viðmiðunargildum fyrir konur á aldrinum 20-29 ára. Sömu gildi eru notuð fyrir karla. Þótt líkanið sé hannað fyrir beinþéttni (BMD) í lærleggshálsi þá er talið að BMD gildi fyrir alla mjöðmina hafi sambærilegt forspárgildi fyrir beinbrot og í konum.